TikTok LogoTikTok Logo
Eftirlitsskyldar vörur og viðskiptastarfsemi

Eftirlitsskyldar vörur og viðskiptastarfsemi

Birta 17. apríl 2024

Tekur gildi 17. maí 2024

TikTok er staður þar sem þú getur deilt eða leitað að upplýsingum um eftirlitsskyldar vörur eða viðskiptastarfsemi. Til að tryggja að rýmið okkar sér staður til að afla sér upplýsinga án óþarfa hættu á líkamlegum eða fjárhagslegum skaða ritstýrum við efni sem inniheldur upplýsingar um vörur eða athafnir sem geta verið áhættusamar, ávanabindandi, hættulegar, sviksamlegar eða krefjast á annan hátt sérstakrar varúðar. Fyrir tilteknar vörur og þjónustu (svo sem fjárhættuspil og áfengi) gerum við takmarkaðar undanþágur á greiddum auglýsingum með skýru leyfi TikTok, í samræmi við allar viðeigandi aldurstakmarkanir, lög og reglugerðir (frekari upplýsingar um auglýsingastefnu okkar).

Fjárhættuspil

Margir um allan heim finna afþreyingu í fjárhættuspilum. Við vitum að það að leggja undir fé í leik eða veðmáli getur reynst sumum skaðlegt, þar á meðal valdið alvarlegu fjárhagstjóni eða geðheilbrigðisvandamálum. Við leyfum ekki milligöngu um eða markaðssetningu á fjárhættuspilum eða fjáhættuspilatengdri hegðun.

Við gerum okkur einnig grein fyrir því að fjárhættuspil geta valdið ungu fólki aukinni hættu á skaða og eru ef til vill ekki við allra hæfi. Aldurstakmörk (18 ára og eldri) eru sett á efni og efnið fær ekki dreifingu á fyrir þig ef það sýnir eða hvetur til fjárhættuspila eða athæfis sem líkist fjárhættuspilum.

Frekari upplýsingar

Fjárhættuspil er að veðja peningum (þar á meðal stafrænum gjaldmiðlum eins og Bitcoin) eða einhverju sem hefur fjárhagslegt virði á fyrirfram óráðna niðurstöðu í atburði, í þeim tilgangi að hagnast fjárhagslega.

Fjárhættuspilatengdar athafnir þýðir starfsemi sem ekki flokkast sem fjárhættuspil, en felur í sér svipaða hegðun og hefur í för með sér svipaða áhættu, svo sem samfélagsleg spilavíti og fjárhættuspilatengdur hugbúnaður.

EKKI LEYFT

  • Að auðvelda fjárhættuspil eða starfsemi sem líkist fjárhættuspilum, svo sem að útvega tengingu við fjárhættuspilþjónustu
  • Markaðssetning á fjárhættuspilum eða athæfi sem líkist fjárhættuspilum, til dæmis með því að hvetja fólk til að heimsækja vefsvæði eða með því að gefa upp tengill

ALDURSTAKMÖRKUN (18 ára og eldri)

  • Sýnir eða fjallar á jákvæðan hátt um fjárhættuspil eða fjárhættuspilatengda hegðun, svo sem að kvikmynda einhvern að spila fjárhættuspil eða að segja eitthvað jákvætt um fjárhættuspil

ÚTILOKUN FYRIR ÞIG

  • Sýnir eða fjallar á jákvæðan hátt um fjárhættuspil eða fjárhættuspilatengda hegðun, svo sem að kvikmynda einhvern að spila fjárhættuspil eða að segja eitthvað jákvætt um fjárhættuspil

LEYFT

  • Takmarkaðar undanþágur fyrir greiddar auglýsingar, í samræmi við allar kröfur TikTok, og allar viðeigandi aldurstakmarkanir, lög og reglugerðir.

Áfengi, tóbak og fíkniefni

Þótt fullorðnir einstaklingar taki eigin ákvarðanir um hvernig þeir umgangast áfengi, fíkniefni og tóbak gerum við okkur grein fyrir því að áhætta fylgir viðskiptum með og notkun þessara efna. Við leyfum ekki viðskipti með áfengi, tóbaksvörur og eða eiturlyf. Við leyfum heldur ekki að sýna, eiga eða nota eiturlyf.

Við gerum okkur grein fyrir því að þessi efni geta valdið ungu fólki aukinni hættu á skaða. Við leyfum ekki að sýna ungt fólk sem hefur yfir höndum eða neytir áfengis, tóbaksvara eða fíkniefna.

Aldurstakmörk (18 ára og eldri) eru sett á efni og efnið fær ekki dreifingu á fyrir þig straumnum ef það inniheldur umræðu um fíkniefni eða önnur eftirlitsskyld efni, sýnir fullorðna einstaklinga sem neyta óhóflegs magns af áfengi eða kynnir tóbaksvörur. Aldurstakmörk (18 ára og eldri) eru sett á efni ef það sýnir fullorðna nota tóbaksvörur.

Kynntu þér betur vímuefnaneyslu og upplýsingar um meðferð, stuðning og bataúrræði.

Frekari upplýsingar

Tóbaksvörur eru meðal annars vape-vörur, reyklausar eða reykmyndandi tóbaksvörur, gervinikótínvörur, rafrettur og aðrar rafnikótínvörur.

Eftirlitsskyld efni fela í sér lyfseðilsskyld lyf, ólyfseðilsskyld lyf, þrýstihylki og nítrítpoppara.

EKKI LEYFT

  • Að auðvelda viðskipti með áfengi, tóbak, eiturlyf eða öðrum eftirlitsskyldum efnum
  • Markaðssetning á áfengi, tóbaki, fíkniefnum eða öðrum eftirlitsskyldum efnum
  • Útvega leiðbeiningar um hvernig á að búa til heimatilbúið áfengi, fíkniefni eða önnur eftirlitsskyld efni
  • Sýna, eiga eða nota fíkniefni eða önnur skipulögð efni í afþreyingu, þar með talið merki um að vera undir áhrifum
  • Sýnir ungt fólk sem á eða notar áfengi, tóbak, eiturlyf eða önnur eftirlitsskyld efni
  • Að sýna misnotkun á algengum heimilisvörum eða ólyfseðilsskyldum vörum til að komast í vímu, svo sem ofnæmislyfjum, múskati, nítrusoxíðhylkjum og innöndunar á lími

ALDURSTAKMÖRKUN (18 ára og eldri)

  • Fjallað um lyf eða önnur eftirlitsskyld efni (svo lengi sem efnin eru ekki notuð eða sýnd)
  • Sýnir fullorðna einstaklinga neyta óhóflegs magns áfengis
  • Kynning áfengis og tóbaksvara
  • Sýnir neyslu fullorðinna á tóbaksvörum
  • Kynning áfengisvara

ÚTILOKUN FYRIR ÞIG

  • Fjallað um lyf eða önnur eftirlitsskyld efni (svo lengi sem efnin eru ekki notuð eða sýnd)
  • Sýnir fullorðna einstaklinga neyta óhóflegs magns áfengis
  • Kynning áfengis og tóbaksvara

LEYFT

  • Að vekja athygli á misnotkun efna og deila batasögum
  • Berjast fyrir umbótum á stefnumálum og reglugerðum um fíkniefni

Skotvopn og hættuleg vopn

TikTok getur verið staður sem fræðir fólk um ábyrga notkun og eignarhald á vopnum, sem og hættuna á alvarlegum skaða. Skotvopn og sprengjur geta valdið alvarlegum meiðslum eða dauða, sérstaklega þegar þau eru notuð með ógætilegum hætti. Við leyfum ekki viðskipti með eða markaðssetningu á skotvopnum eða sprengjum eða efni sem sýnir þau eða auglýsir ef þau eru ekki notuð í öruggu eða viðeigandi umhverfi.

Frekari upplýsingar

Skotvopn eru meðal annars skotvopn framleidd af fagaðilum, heimatilbúin skotvopn (svo sem óskráðar byssur og þrívíddarprentaðar byssur), aukahlutir fyrir skotvopn og skotfæri.

Öruggt og viðeigandi umhverfi er meðal annars faglegt samhengi (t.d. her og lögregla), íþrótta- og tómstundaumhverfi (svo sem skotsvæði og veiði), fræðandi umhverfi og skáldaðar aðstæður.

EKKI LEYFT

  • Auðvelda viðskipti með eða gefa leiðbeiningar um hvernig á að búa til skotvopn eða sprengjur
  • Markaðssetning skot- eða sprengjuvopna
  • Sýna eða kynna skotvopn eða sprengjur sem ekki eru notuð í öruggu eða viðeigandi umhverfi

Viðskipti með eftirlitsskyldar vörur og þjónustu

Eftirlitsskyldar vörur og þjónusta geta haft mikilvægt og nauðsynlegt hlutverk. Og það er mikilvægt að skilja að ástæður eru fyrir því að settar eru reglur um þessi atriði. TikTok er ekki staður fyrir ólöglega miðlun eða viðskipti eða óopinber markaður (svartur eða grár markaður). Við leyfum ekki viðskipti eða markaðssetningu á eftirlitsskyldum, bönnuðum eða áhættusömum vörum og þjónustu. Þetta felur í sér áfengi, tóbaksvörur, eftirlitsskyld efni, skotvopn og önnur hættuleg vopn, kynlífsþjónusta, dýr, falsaðar vörur og leiðbeiningar um hvernig eigi að framleiða eftirlitsskyld efni eða skotvopn.

Frekari upplýsingar

Viðskipti eru meðal annars sala, kaup, framsending á vefsvæði, skipti og afhending á eftirlitsskyldum vörum og þjónustu. Þetta felur í sér að útvega vefsíður eða áþreifanlega staði, deila samskiptaupplýsingum og vísa fólki á samskipti innan eða utan kerfisins (þ.m.t. með beinum skilaboðum).

Tóbaksvörur eru meðal annars vape-vörur, reyklausar og reykmyndandi tóbaksvörur, gervinikótínvörur, rafrettur og aðrar rafnikótínvörur.

Eftirlitsskyld efni fela í sér lyfseðilsskyld lyf, ólyfseðilsskyld lyf, þrýstihylki og nítrítpoppara.

Skotvopn eru meðal annars skotvopn framleidd af fagaðilum, heimatilbúin skotvopn (svo sem óskráðar byssur og þrívíddarprentaðar byssur), aukahlutir fyrir skotvopn og skotfæri.

EKKI LEYFT

  • Milliganga um viðskipti með eða markaðssetning á eftirlitsskyldum, bönnuðum eða áhættusömum vörum og þjónustu, þar á meðal eftirfarandi:
    • Fjárhættuspil eða starfsemi sem líkist fjárhættuspilum
    • Áfengi og tóbaksvörur
    • Ólögleg fíkniefni, lyfseðilsskyld lyf og lyf í lausasölu, megrunar- og vöðvaaukningarvörur og önnur eftirlitsskyld efni
    • Skotvopn og sprengjur
    • Falsaðar vörur, svo sem munaðarvörur
    • Falsaður gjaldmiðill, skjöl og stolnar upplýsingar
    • Þjónusta sem eykur virkni með tilbúnum hætti
    • Kynlífsþjónusta, þar á meðal að bjóða eða biðja um kynlífsþjónustu (vændi), kynferðislegt spjall, myndefni, klám, einkaefni meðlima og streymi efnis ætlað fullorðnum í gegnum vefmyndavél, svo sem stripp, að sitja fyrir nakin(n) og sjálfsfróun (myndavélarkynlíf)
    • Lifandi dýr og líkamshlutar dýra í útrýmingarhættu, svo sem vörur og lyf úr fílabeini, tígrisdýrsbein, nashyrningshorn og sæskjaldbökuskeljar
    • Hvers konar varningur sem kyndir undir hatursfullri orðræðu, hatursfullri hugmyndafræði eða hatursfullum samtökum, svo sem bækur og föt með hatursfullum slagorðum

Birting upplýsinga um viðskiptatengsl og greidd markaðssetning

Við kunnum að meta einlægar skoðanir og viljum að umræður á TikTok um vörur og þjónustu séu opnar og heiðarlegar. Til að forðast blekkingar er mikilvægt að gera grein fyrir öllum efnislegum tengslum við þriðja aðila sem gætu haft áhrif á trúverðugleika fullyrðinga þinna. Við markaðssetningu á fyrirtæki, vörum eða þjónustu verður að greina frá öllum slíkum tengslum með því að nota stillingar fyrir birtingu efnis. Þetta á meðal annars við um markaðssetningu fyrir þig eða vörumerki, vöru eða þjónustu þriðja aðila gegn greiðslu eða öðrum hvata. Markaðsefni fær ekki dreifingu á fyrir þig straumnum ef það er ekki gefið upp með því að nota stillingar fyrir birtingu efnis. Að því er varðar önnur efnisleg tengsl er einnig skylt að greina skýrt frá slíkum tengslum í myndatexta í myndskeiði.

Við leyfum enga tegund af greiddri pólitískri markaðssetningu á TikTok. Lærðu meira um stefnu okkar varðandi reikninga stjórnvalda, stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka.

Frekari upplýsingar

Efnisleg tengsl eru tengsl sem geta haft veruleg áhrif á trúverðugleika hvers kyns kynningar eða stuðningsyfirlýsinga og sem ekki er augljós hverjum sem er. Þetta getur falið í sér persónuleg tengsl, fjölskyldu-, atvinnu- og fjárhagsleg tengsl.

Birting upplýsinga eru skýrar yfirlýsingar sem gera grein fyrir viðskiptalegu eðli efnisins eða tengslum þínum við þriðja aðila.

Greiðslur eða aðrir hvatar geta verið greiðslur í reiðufé, ókeypis vörur, inneign í verslunum, afslættir og sérstakur aðgangur að vörum, þjónustu eða viðburðum.

ÁSKILIN BIRTING UPPLÝSINGA (með því að nota stillingar fyrir birtingu efnis)

  • Efnismarkaðssetning í nafni fyrirtækis þíns, vöru eða þjónustu
  • Efnismarkaðssetning fyrir þriðja aðila eða fyrirtæki, vöru eða þjónustu þriðja aðila í skiptum fyrir greiðslu eða aðra ívilnun
  • Önnur efnisleg tengsl, svo sem rannsóknir á vöru, þjónustu eða atvinnugrein þar sem þú tengist á einhvern hátt fyrirtæki eða atvinnugrein sem kemur að framleiðslu eða sölu á viðkomandi vöru eða þjónustu, með skýrri birtingu upplýsinga um tengslin með skjátexta, vatnsmerki eða límmiða

ÚTILOKUN FYRIR ÞIG

  • Markaðsefni sem ekki fylgja áskildar upplýsingar með því að nota stillingar fyrir birtingu efnis

Svik og svindl

Við viljum að fólk geti notað TikTok til að fræðast um fjárhagslega ábyrgð og íhuga viðskipti eða fjárfestingartækifæri án þess að hafa áhyggjur af svindli eða fjárhagslegri misnotkun. Við leyfum ekki tilraunir til að svíkja eða svindla á samfélagsmeðlimum okkar.

Kynntu þér hvernig þú getur borið kennsl á netsvindl og verndað þig.

Frekari upplýsingar

Svik og svindl eru sviksamlegar og blekkjandi athafnir þar sem gjarnan er reynt að notfæra sér aðra með fjárhagslegan ávinning í huga eða til að komast yfir persónuupplýsingar einstaklings.

EKKI LEYFT

  • Milliganga um fjárhagslega svindlstarfsemi og einstaklingsmiðaða svindlstarfsemi, auðkennisþjófnað eða vefveiðasvindl og svindl sem tengist fjárfestingum, fjármálaviðskiptum eða störfum
  • Samræming, milliganga um eða leiðbeiningar um framkvæmd svindls
  • Skipulagt svindl, svo sem peningaþvætti og flutningur á ólöglega fengnu fé fyrir einhvern annan (peningasmygl)
  • Milliganga um ráðningar hjá fyrirtækjum sem selja vörur eða þjónustu í pýramídafyrirkomulagi í gegnum sjálfstæða dreifingaraðila (fjölþrepa markaðssetning)
  • Auðvelda viðskipti með falsaða gjaldmiðla, skjöl og stolnar upplýsingar