TikTok LogoTikTok Logo

Reglur netsamfélagsins

Yfirlit

Birta 17. apríl 2024

Tekur gildi 17. maí 2024

TikTok er uppspretta afþreyingar og fræðslu þar sem þú getur uppgötvað, skapað og tengst fólki um allan heim. Markmið okkar er að styðja við sköpun og dreifa gleði.

Við erum með reglur fyrir netsamfélagið (CG) til að skapa aðlaðandi, örugga og skemmtilega upplifun. Leiðbeiningarnar gilda um alla og allt í kerfinu okkar. Þetta eru m.a. reglur um það sem er leyfilegt á TikTok og viðmið fyrir það sem er leyft til dreifingar á „fyrir þig“ straumnum („For You Feed“, eða „FYF“). Til að takast á við nýjar hættur og skaðvalda eru leiðbeiningarnar stöðugt í endurskoðun og uppfærðar reglulega.

Til að auðvelda þér að lesa gegnum leiðbeiningarnar höfum við raðað þeim eftir efnisatriðum og lagt áherslu á hverja reglu með feitletrun. Í hverjum hluta geturðu smellt á Frekari upplýsingar til að lesa nánari skilgreiningar og skoða tiltekin dæmi og skýringar á algengum spurningum. Athugaðu að dæmin ná ekki yfir allar hugsanlegar hliðar hvers atriðis (við tökum þetta fram í upphafi svo þú þurfir ekki sífellt að lesa „þar með talið en takmarkast ekki við“). Ef þú ert í einhvers konar vafa um hverju þú mátt deila skaltu hafa eftirfarandi meginreglu í huga: Að sýna öðrum vinsemd og koma fram við annað fólk eins og þú vilt að það komi fram við þig.

Takk fyrir að hjálpa okkur að gera TikTok að góðum og öruggum stað fyrir öll!

Ritstýring efnis

Til að halda kerfinu okkar öruggu, traustu og lifandi þarf að vera jafnvægi milli frjálsrar og skapandi tjáningar og úrræða sem er ætlað að forða skaða. Við notum sambland af öryggisaðferðum til að ná réttu jafnvægi:

Fjarlægðu efni sem við leyfum ekki

Öll þau sem skrá sig á TikTok geta deilt efni að vild í kerfinu okkar. Hins vegar fjarlægjum við allt efni, hvort sem það er birt opinberlega eða á einkasvæðum, sem við teljum að brjóti í bága við reglur okkar.

takmörkumVið birtingu efnis sem hentar ekki ungmennum

Við leyfum fjölbreytt efni í kerfinu okkar en gerum okkur einnig grein fyrir því að sumt af því efni hentar ekki yngri áhorfendum. Við takmörkum efni sem er ekki við hæfi, þannig að aðeins fullorðnir (18 ára og eldri) geta skoðað það. Yfirlit yfir efnisflokka sem eru með slíkum aldurstakmörkunum er að finna hér.

Gerðu óhæfa fyrir FYF efni sem uppfyllir ekki meðmælisstaðla okkar

FYF er vettvangur þar sem þú getur uppgötvað nýtt efni og náð til nýrra áhorfenda, en það er ekki tryggt að mælt verði með öllu efni. Efni sem uppfyllir ekki viðmið okkar fær ekki dreifingu á fyrir þig straumnum. Samantekt á þessum stöðlum má finna hér.

valdiðSetja í hendur samfélagsins með upplýsingum, verkfærum og efni

Við viljum ganga úr skugga um að þú hafir réttar upplýsingar til að nýta þér TikTok á sem bestan hátt. Við gætum bætt við merkingum, valkostum til að samþykkja á skjá eða birt viðvaranir til að bæta samhengið. Öryggisverkfærin auðvelda þér að sía frá efni með sérstökum myllumerkjum eða athugasemdum sem þér finnst óþægilegt að sjá. Við bjóðum einnig upp á aðgangsstýringar og ýmsa innbyggða eiginleika með öryggisúrræðum.